Friday, November 21, 2008

Sakn

Ég slefaði yfir sjónvarpsauglýsingum í gær.
Ostakörfur, fullur poki af nammi, rjómi...
og ég er ekki einu sinni hrifin af rjóma.

Wednesday, November 5, 2008

Ostur er veislukostur...

En ekki í minni veislu...

Ragna frænka ætlar að koma í heimsókn á morgun. Hún má ekki borða sykur. Eftir að hafa skoðað ótal uppskriftir af sykur- og mjólkurlausum kökum ákvað ég að það væri best að bjóða bara upp á ávexti :S

Logi fékk tvær bólur í andlitið í kvöldmatnum. Hann var að borða kartöflu. Mörg börn fá roða af kartöflum án þess að vera með ofnæmi fyrir þeim. Svo ég er á báðum áttum hvort það sé í lagi fyrir hann að borða þetta. Ég hætti allavega strax að mata hann þegar ég sá að hann var að fá útbrot.

Sunday, November 2, 2008

Ljómandi

Jæja, þetta er farið að venjast. Það munar miklu að þurfa ekki að lesa aftan á allt, ég er farin að þekkja flest sem ég má borða á heimilinu. Prufaði að gefa Loga nutramigen kalt og hann var alveg ánægður með það.

Þegar Garpur var að byrja að borða passaði ég voða vel að hann fengi ekki sykur. Logi hefur fengið mjólkina bragðbætta með sykri og svo keypti ég handa honum nagkex sem er dísætt! Það er bara glatað að sneiða hjá bæði mjólk og sykri. Í suðusúkkulaði og after eight er engin mjólk, bara smá sykur...