Wednesday, October 29, 2008

Nýir tímar... og ostlausir

Logi fór í ofnæmispróf í gær hjá Birni Árdal. Hann er með mjólkurofnæmi.

Enginn bragðarefur, enginn ostur á pitsuna! Það hvarflar samt ekki að mér að hætta með hann á brjósti strax, þetta er bara tímabil sem ég verð að þrauka. Það er í raun þeim mun ríkari ástæða til að halda brjóstagjöf áfram sem lengst fyrst þetta ofnæmi er í spilinu.

Björn mælti með að ég gæfi Loga Nutramigen sem fyrst því það er svo bragðvond mjólk að það er best að börnin kynnist henni sem fyrst, áður en þau geta myndað sér skoðun á því hvort hún sé vond eða góð.

Ég prófaði að gefa honum úr pela en hann var ekkert spenntur. Hann hefur líka eiginlega aldrei drukkið úr pela svo það er kannski ekki að marka. Prófa að lauma þessu í grautinn næst og sjá hvernig hann bregst við.

En hvað á ég að éta?

Það er einhvers konar mjólk í næstum öllu sem til er á heimilinu. Ég þarf að gera könnun á birgðastöðu og athuga möguleikana.

No comments: